Sport

Víkingar unnu KA-menn fyrir norðan

Víkingar unnu sanngjarnan og öruggan sigur, 0–2, á KA-mönnum á Akureyrarvelli í gær og hafa nýliðarnir úr Fossvoginum því náð í 13 stig í síðustu fimm leikjum og eru því komnir upp í sjöunda sætið í deildinni. „Við vorum á rassgatinu í leiknum og þeir unnu þetta sanngjarnt,“ sagði Atli Sveinn Þórarinsson, fyrirliði KA-manna í leiknum en KA-menn hafa aðeins unnið einn af sex heimaleikjum sínum í sumar. Það er því farið að hitna undir Þorvaldi Örlygssyni þjálfara KA-liðsins. KA-menn náðu sem dæmi aðeins 2 skotum á mark Víkinga en liðinu hélst auk þess illa á boltanum. Jermaine Palmer var mjög ógnandi í framlínu Víkingu, duglegur og vinnusamur leikmaður sem gerði varnarmönnum KA lífið leitt. Víkingsvörnin var líka mjög traust með þá Grétar Sigurðsson og Richard Keogh í lykilhlutverkum en Víkingara héldu marki sínu hreinu fjórða leikinn í röð á Akureyri í gær. Steinþór Gíslason skoraði fyrra mark Víkinga beint úr aukaspyrnu en mark Daníels Hjaltasonar kom úr vítaspyrnur eftir að Ronni Hartvig braut á Jermaine Palmer. Ronni Hartvig var bestur maður KA-liðsins en braut þó engu að síður af sér í bæði skiptin sem Víkingar skoruðu, úr aukaspyrnu og úr víti. KA-Víkingur 0-2 0–1 Steinþór Gíslason 33. 0–2 Daníel Hjaltason, víti 54. Dómarinn Gylfi Þór Orrason Í meðallagi Bestur á vellinum Jermaine Palmer Víkingi Tölfræðin Skot (á mark) 11–6 (2–5) Horn 3–4 Aukaspyrnur fengnar 15–15 Rangstöður 1–3 Mjög góðir Jermaine Palmer Víkingi Grétar Sigurðsson Víkingi Richard Keogh Víkingi Góðir Ronni Hartvig KA Sandor Matus KA Steinþór Gíslason Víkingi Daníel Hjaltason Víkingi Viktor Bjarki Arnarson Víkingi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×