Sport

KR og Keflavík skildu jöfn

Meistaravonir KR eru nánast úr sögunni eftir að Íslandsmeistararnir náðu aðeins jafntefli gegn Keflavík á heimavelli í kvöld, 1-1. Keflvíkingar tóku forystuna á 14. mínútu er Hólmar Örn Rúnarsson náði frákasti eftir hornspyrnu og þrumaði boltanum í netið. KR-ingar jöfnuðu leikinn sex mínútum fyrir hlé er Arnar Jón Sigurgeirsson gaf laglega sendingu frá hægri á Sigurvin Ólafsson sem skoraði auðveldlega á nærstöng. Seinni hálfleikur var ákaflega bragðdaufur en bæði lið fengu ágæt færi síðustu tíu mínútur leiksins sem þeim tókst ekki að nýta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×