Sport

Stórir sigrar hjá KR og Njarðvík

Njarðvík og KR unnu bæði stóra sigra á fyrsta degi Hraðmóts ÍR sem fram fer þessa dagana í Seljaskóla. Njarðvíkingar unnu heimamenn í ÍR, 90-69, en KR-ingar lögðu nýliða Fjölnis, 92-68. ÍR-ingar byrjuðu ágætlega gegn Njarðvík en máttu sín lítils í seinni hálfleik. Guðmundur Jónsson skoraði 28 stig fyrir Njarðvík, Jóhann Árni Ólafsson bætti við 17 stigum og 13 fráköstum og þá var Ólafur Aron Ingvason með 16 stig og 7 stoðsendingar. Þá má ekki gleyma Agli Jónassyni sem var með 15 fráköst og 10 varin (6 í fyrsta leikhluta) auk fimm stiga. Hjá ÍR vour þeir Sveinbjörn Claesen og Fannar Freyr Helgason báðir með 12 stig inn af bekknum og Ásgeir Örn Hlöðversson bætti við 11 stigum, 12 fráköstum og 4 stoðsendingum. KR-ingar höfðu tögl og haldir allan tímann gegn ungu og óreyndu liði Fjölnis. Hjalti Kristinsson fór mikinn hjá Vesturbæjarliðinu, skoraði 31 stig á aðeins 26 mínútum auk þess að taka 9 fráköst og verja 3 skot. Sindri Páll Sigurðsson átti einnig mjög góðan leik (22 stig, 8 fráköst, 4 varin skot), Ólafur Már Ægisson skoraði 11 stig og Níels Dungal var með 8 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar. Hjá Fjölni var Pálmar Ragnarsson allt í öllu með 16 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar og þá gerði Guðni Valentínusson 11 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×