Sport

Jón Arnór hitti aftur mjög illa

Jón Arnór Stefánsson skoraði 6 stig, tók 3 fráköst og gaf 3 stoðsendingar á 25 mínútum eftir að hafa komið inn af bekknum í sigurleik Dallas í fyrsta leik liðsins á Klettafjallamótinu í Utah. Þetta er seinni sumardeildin sem Jón Arnór og félagar hans taka þátt í en Mavericks unnu 3 af 4 leikjum mótsins í Los Angeles. Dallas vann öruggan sigur á liði Indiana í þessum fyrsta leik á mótinu í Utah, 76-58, en annan leikinn í röð hitti Jón Arnór mjög illa en aðeins 2 af 8 skotum hans í leiknum fóru rétta leið. Í lokaleik sumardeildarinnar í Kaliforníu þá hitti hann aðeins úr 2 af 11 skotum sínum og hefur því misnotað 15 af síðustu 19 skotum sínum. Nýliðinn Devin Harris skoraði mest fyrir Dallas eða alls 16 stig en þeir Josh Howard (14) og Marquis Daniels (13) komu næstir. Daniels kom nú inn í liðið en hann var ekki með í fyrra mótinu. Dallas spilar næst gegn Denver í nótt. Stigaskor Jóns Arnórs í leikjunum í sumardeildunum til þessa:Sumardeildin í LA: Gegn Sacramento 8 stig (25 mín.) Gegn LA Clippers 20 stig (36 mín.) Gegn New York 6 stig (29 mín.) Gegn NBA Stars 7 stig (22 mín.) Sumardeildin í Utah: Gegn Indiana 6 stig (25 mín.)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×