Sport

Stoitchkov í Laugardalnum í haust

Frægasti knattspyrnumaður Búlgara frá upphafi, Hristo Stoitchkov, hefur tekið við landsliði Búlgara af Plamen Markov, sem hætti eftir að liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á Evrópumótinu í Portúgal. Stoitchkov, var aðalmaðurinn þegar Búlgarar komust í undanúrslitin á HM 1994 í Bandaríkjunum og var valinn knattspyrnumaður Evrópu það ár. Hristo Stoitchkov spilaði lengi með Barcelona en síðustu árin sín var hann í bandarísku atvinnumannadeildinni. Fári framherjar vöktu jafnmikla athygli á tíunda áratugnum og þessi skapheiti Búlgari sem er nú orðinn 38 ára gamall. Þetta er fyrsta alvöru þjálfarastaða kappans sem hefur reyndar síðasta hálfa árið þjálfað unglingalið Börsunga. Hristo Stoitchkov lék 83 landsleiki fyrir Búlgari á árunum 1986 til 1999 og skoraði í þeim 37 mörk. Stoitchkov stjórnar búlagarska landsliðinu í fyrsta alvöruleiknum gegn Íslandi í Laugardalnum 4. september en fram að því spilar liðið tvo vináttulandsleiki gegn Úkraínu og Írlandi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×