Sport

Argentína og Kólumbía áfram

Argentína og Kólumbía mætast í undanúrslitum Suður-Ameríkukeppninnar í knattspyrnu á þriðjudag. Argentína lagði Perú með einu marki gegn engu í fjórðungsúrslitum í gær en það var táningurinn Carlos Tevez sem skoraði sigurmarkið á 61 mínútu. Þetta er hans fyrsta mark fyrir Argentínu en Teves kom inn á sem varamaður þremur mínútum áður. Kólumbía vann Kosta Ríka 2-0 í hinum leik 8-liða úrslitanna í gærkvöldi. Abel Aguilar skoraði fyrra markið á 41. mínútu og á 45. mínútu bætti Tresor Morenó við marki úr vítaspyrnu. Í kvöld mætast Paragvæ og Úrugvæ í þriðja leik fjórðungsúrslitanna. Leikur liðanna hefst klukkan 20 og verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Klukkan 22 eigast síðan við Brasilía og Mexikó.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×