Sport

Árni Gautur til Vålerenga

Árni Gautur Arason, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, hefur skrifað undir þriggja ára samning við norska liðið Vålerenga. Árni hefur verið hjá Rosenberg í Noregi undanfarin ár en var lánaður til Manchester City á seinni hluta síðasta tímabils. Vålerenga, sem er frá Osló, er í fjórða sæti norsku deildarinnar með 23 stig eftir fjórtán umferðir, fimm stigum á eftir toppliðinu Tromsö. Næsti leikur liðsins er við Lyn þann 26. júlí og má gera ráð fyrir að Árni spili þá sinn fyrsta leik fyrir liðið.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×