Enn eitt jafnteflið hjá KR-ingum 18. júlí 2004 00:01 Íslandsmeistarar KR færast fjær því að verja titilinn með hverjum leik. Í gærkvöld komu Keflvíkingar í heimsókn og andlausir KR-ingar náðu aðeins jafntefli gegn varnarsinnuðum Suðurnesjamönnum. Leikurinn var átakanlega illa leikinn nánast frá upphafi og til enda. Keflvíkingar voru klárlega komnir til þess að sækja stig í Vesturbæinn og þeir þurftu engin kraftaverk til þess að halda því. Leikurinn byrjaði reyndar með látum því Arnar Jón Sigurgeirsson komst einn í gegnum vörn Keflavíkur strax á 2. mínútu en Ólafur Gottskálksson varði skot Arnars Jóns laglega. Eftir það hrundi leikurinn gjörsamlega og það var ekkert að gerast þegar boltinn datt óvænt fyrir fætur Hólmars Arnar Rúnarssonar eftir hornspyrnu. Hólmar þakkaði pent fyrir sig með því að þruma boltanum í netið. Arnar Jón var aftur á ferðinni á 26. mínútu þegar hann lagði upp gott færi fyrir Sigurvin Ólafsson en skalli Sigurvins fór rétt yfir. Þeir félagar endurtóku leikinn sex mínútum fyrir hlé en í það skiptið fékk Sigurvin boltann í fæturnar og hann var ekki í miklum vandræðum með að koma honum yfir marklínuna hjá Keflavík. Seinni hálfleikur var í einu orði sagt sorglegur. Keflvíkingar lágu í skotgröfunum og máttlausir og andlausir KR-ingar gerðu veikar tilraunir til þess að skora en án nokkurs árangurs. Leikurinn opnaðist örlítið síðustu tíu mínúturnar þar sem bæði lið fengu ágætis færi sem þeim tókst ekki að nýta. Það besta fékk Kristinn Hafliðason KR-ingur er hann komst einn í gegn en það var táknrænt fyrir leik KR-inga að hann skyldi detta á afturendann áður en hann kom skoti á markið. 1–1 jafntefli því niðurstaðan sem verða að teljast sanngjörn úrslit. Nýliðarnir frá Keflavík fögnuðu stiginu og geta vel unað við sitt. Þeir eru að berjast fyrir lífi sínu og í þeirra augum er eitt stig á KR-velli sigur. Það var ekki að sjá á meisturunum að þeir vildu sigra þennan leik. Baráttan og viljinn var enginn, spilið tilviljanakennt og marklaust svo ekki sé dýpra tekið í árinni. Eins og staðan er í dag eru þeir algjört miðlungslið og staða þeirra í deildinni er engin tilviljun. Þeir eru bara ekki betri en þetta í dag. KR-Keflavík 1-1 0–1 Hólmar örn Rúnarsson 14. 1–1 Sigurvin Ólafsson 39. Dómarinn Egill Már Markússon Mjög góður Bestur á vellinum Sigurvin Ólafsson KR Tölfræðin Skot (á mark) 11–11 (4–5) Horn 3–4 Aukaspyrnur fengnar 10–21 Rangstöður 4–2 Góðir Sigurvin Ólafsson KR Arnar Jón Sigurgeirsson KR Petr Podzemsky KR Hólmar Örn Rúnarsson Keflavík Ólafur Ívar Jónsson Keflavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Íslandsmeistarar KR færast fjær því að verja titilinn með hverjum leik. Í gærkvöld komu Keflvíkingar í heimsókn og andlausir KR-ingar náðu aðeins jafntefli gegn varnarsinnuðum Suðurnesjamönnum. Leikurinn var átakanlega illa leikinn nánast frá upphafi og til enda. Keflvíkingar voru klárlega komnir til þess að sækja stig í Vesturbæinn og þeir þurftu engin kraftaverk til þess að halda því. Leikurinn byrjaði reyndar með látum því Arnar Jón Sigurgeirsson komst einn í gegnum vörn Keflavíkur strax á 2. mínútu en Ólafur Gottskálksson varði skot Arnars Jóns laglega. Eftir það hrundi leikurinn gjörsamlega og það var ekkert að gerast þegar boltinn datt óvænt fyrir fætur Hólmars Arnar Rúnarssonar eftir hornspyrnu. Hólmar þakkaði pent fyrir sig með því að þruma boltanum í netið. Arnar Jón var aftur á ferðinni á 26. mínútu þegar hann lagði upp gott færi fyrir Sigurvin Ólafsson en skalli Sigurvins fór rétt yfir. Þeir félagar endurtóku leikinn sex mínútum fyrir hlé en í það skiptið fékk Sigurvin boltann í fæturnar og hann var ekki í miklum vandræðum með að koma honum yfir marklínuna hjá Keflavík. Seinni hálfleikur var í einu orði sagt sorglegur. Keflvíkingar lágu í skotgröfunum og máttlausir og andlausir KR-ingar gerðu veikar tilraunir til þess að skora en án nokkurs árangurs. Leikurinn opnaðist örlítið síðustu tíu mínúturnar þar sem bæði lið fengu ágætis færi sem þeim tókst ekki að nýta. Það besta fékk Kristinn Hafliðason KR-ingur er hann komst einn í gegn en það var táknrænt fyrir leik KR-inga að hann skyldi detta á afturendann áður en hann kom skoti á markið. 1–1 jafntefli því niðurstaðan sem verða að teljast sanngjörn úrslit. Nýliðarnir frá Keflavík fögnuðu stiginu og geta vel unað við sitt. Þeir eru að berjast fyrir lífi sínu og í þeirra augum er eitt stig á KR-velli sigur. Það var ekki að sjá á meisturunum að þeir vildu sigra þennan leik. Baráttan og viljinn var enginn, spilið tilviljanakennt og marklaust svo ekki sé dýpra tekið í árinni. Eins og staðan er í dag eru þeir algjört miðlungslið og staða þeirra í deildinni er engin tilviljun. Þeir eru bara ekki betri en þetta í dag. KR-Keflavík 1-1 0–1 Hólmar örn Rúnarsson 14. 1–1 Sigurvin Ólafsson 39. Dómarinn Egill Már Markússon Mjög góður Bestur á vellinum Sigurvin Ólafsson KR Tölfræðin Skot (á mark) 11–11 (4–5) Horn 3–4 Aukaspyrnur fengnar 10–21 Rangstöður 4–2 Góðir Sigurvin Ólafsson KR Arnar Jón Sigurgeirsson KR Petr Podzemsky KR Hólmar Örn Rúnarsson Keflavík Ólafur Ívar Jónsson Keflavík
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira