Sport

Hólmfríður tryggði KR sigur

Hólmfríður Magnúsdóttir tryggði KR 1-0 sigur á hollensku meisturunum, Ter Leede, í fyrsta leik liðsins í Evrópukeppni meistaraliða í kvennaflokki í gær. KR spilar í riðli sem fram fer í Slóveníu. KR spilaði vel í leiknum og átti sigurinn skilinn en sigurmarkið skoraði Hólmfríður með skoti af löngu færi þegar tíu mínútur voru eftir. Leikurinn fór fram í 36 stiga hita og logni, ekki þeim vanalegu aðstæðum sem KR-stelpurnar glíma við hér á landi. Evrópukeppni kvennaliða verður með breyttu sniði í ár. Undankeppnin fer fram að sumri, en ekki hausti eins og áður og í fyrstu umferð keppninnar er leikið í níu fjögurra liða riðlum þar sem sigurvegarar riðlanna komast áfram í 2. umferð. Næsti leikur liðsins er gegn finnsku meisturunum í MPS (Malmin Palloseura) á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×