Sport

Kendall efstur á Opna breska

Staða efstu manna á Opna breska meistaramótinu í golfi sem nú fer fram í Skotlandi er hnífjöfn. Efstur er Skip Kendall frá Bandaríkjunum á sjö höggum undir pari vallarins, sem er 71, en á eftir honum kemur Frakkinn Thomas Levet á sex undir pari. Þrír kylfingar eru svo jafnir í 3.-5. sæti á fimm höggum undir, þeir Phil Mickelson frá Bandaríkjunum, Suður-Kóreumaðurinn K.J. Choi og Barry Lane frá Englandi. Höggi á eftir þeim er svo valinkunnur hópur manna, þ.á m. Tiger Woods, Vijay Singh og Ernie Els. Myndin er af forystusauðnum, Skip Kendall.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×