Sport

Everton vill halda Rooney

Eigandi Everton segist hafa boðið Wayne Rooney 50 þúsund pund í vikulaun eða 650 þúsund krónur sem gera 340 millónir króna á ári, til þess að reyna að halda honum hjá félaginu. Rooney skrifaði undir nýjan samning við Everton í janúar 2003 og eru tvö ár eftir af honum og vilja Evertonmenn að Rooney skrifi undir 5 ára samning. Flest stórlið Evrópu vilja klófesta piltinn sem sló í gegn á EM í sumar og svo gæti farið að Everton verði að selja Rooney því félagið stendur ekki allt of vel fjárhagslega. Chelsea safnar leikmönnum í sarpinn en portúgalski landsliðsmaðurinn Tiago hjá Benfica er á leið til félagsins fyrir 10 milljónir punda. Þá er þess vænst að Didier Drogba fari til Chelsea í vikunni en félagið heldur til Bandaríkjanna á miðvikudaginn í æfingaferð og þangað vill Jose Morinho, þjálfari liðsins, taka þá leikmenn sem hann ætlar að nota á næstu leiktíð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×