Sport

Toppliðin tapa og tapa í 1.deild

Það stefnir í æsispennandi baráttu í 1. deild karla í knattspyrnu eftir mjög óvænt úrslit í síðustu tveimur umferðunum þar sem oftar en ekki liðið sem er neðar í töflunni hefur fagnað sigri. Tíundu umferðinni lauk í gær með botnslag Stjörnunnar og Hauka og þar höfðu Haukar betur, 2-4. Stærstu tíðindin í síðustu umferðum eru örugglega framganga liða Stjörnunnar og Fjölnis sem hafa bæði hafa unnið tvö efstu liðin, HK og Val, í síðustu þremur umferðum. Fyrir leiki áttundu umferðar var Valsliðið taplaust og HK var búið að vinna átta deildar- og bikarleiki í röð þegar þeir heimsóttu Stjörnumenn á nýja gervigrasvöllinn þeirra. Lið Stjörnunnar kom sér af botninum með því að verða fyrsta liðið til að vinna Val og skaut Hlíðarendaliðið jafnframt af toppinum.  Í næsta leik unnu Garðbæingar topplið deildarinnar annan leikinn í röð þegar þeir lögðu HK, 3-2. Lið Vals og HK eru enn í tveimur efstu sætunum þökk sé góðri forustu þeirra fyrir tvo síðustu leiki en einnig vegna þess að liðin rétt fyrir neðan þau hafa einnig verið að tapa stigum. Óvæntir sigrar botnliðanna hafa ekki bara jafnað toppbaráttuna heldur hefur botnbaráttan einnig harnað til mikill muna.  Þróttarar, sem voru við topp Landsbankadeildarinnar á sama tíma í fyrra en féllu síðan um haustið hafa átti í miklum vandræðum í sumar þrátt fyrir að vera með lítið breytt lið. Þeir eru núna í 7. sætinu, 2 stigum frá fallsæti, sem er kannski enn eitt dæmið um vöxtinn í 1. deildinni sem hefur ekki verið jafnari og meira spennandi í mörg ár. Eftir leikinn í dag eru því aðeins átta stig sem skilja af sætið sem gefur sæti í Landsbankadeild karla á næsta ári og þess sem þýðir fall í 2. deild þegar mótið er meira en hálfnað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×