Fleiri fréttir

Laufey bjargaði stiginu fyrir Val

KR og Valur skildu jöfn, 1–1, í fyrsta leik áttundu umferðar Landsbankadeildar kvenna á KR-vellinum í gærkvöldi og Valsliðið er með titilinn innan seilingar eftir þessi úrslit en þetta var óumdeilanlega einn af úrslitaleikjum mótsins.

Jói Kalli ekki til Rangers

Jóhannes Karl Guðjónsson, knattspyrnumaður hjá Real Betis á Spáni, mun að öllum líkindum ekki vera á leið til skoska stórveldisins Glasgow Rangers.

Maggi Þóris enginn heimadómari

Víkingum tókst ekki að landa heimasigri gegn Fram í fyrrakvöld þrátt fyrir stórskotahríð að marki Safamýrarliðsins í seinni hálfleik. Ástæðan var kannski sú að dómari leiksins var Keflavíkingurinn Magnús Þórisson

Crespo til AC Milan

Argentínski framherjinn Hernan Crespo var í gær lánaður til ítölsku meistaranna í AC Milan í eitt ár.

Shaq til Miami Heat

Miðherjinn tröllvaxni Shaquille O´Neal gekk í gær í raðir Miami Heat í NBA-deildinni en hann hefur leikið með Los Angeles Lakers síðan 1995 og unnið þrjá meistaratitla.

Phelps stefnir á átta gull

Bandaríski sundkappinn Michael Phelps ætlar að taka þátt í átta greinum á Ólympíuleikunum í Aþenu í næsta mánuði. Hann stefnir að því að vinna gull í þeim öllum

Fjármálin í höndum fjölskyldunnar

Umboðsmenn knattspyrnumanna og reyndar flestra annarra hafa löngum haft slæmt orð á sér. Þeir eru yfirleitt taldir vera óheiðarlegir menn sem hugsa um lítið annað en að skara eld að eigin köku. Hagur umbjóðenda þeirra skiptir þá yfirleitt minna máli og allt snýst um að græða sem mestan pening með sem minnstri fyrirhöfn.

FH sigraði í Wales

FH-ingar gerðu góða ferð til Wales í kvöld þar sem þeir mættu Haverfordwest í UEFA-keppninni. Ekki aðeins náðu FH-ingar mikilvægu marki á útivelli heldur unnu þeir leikinn.

Mikilvægt mark hjá Julian

Skagamenn sigruðu eistneska liðið TVMK Tallin í dramatískum leik á Akranesi í kvöld þar sem sex mörk voru skoruð og eitt rautt spjald var gefið.

Zeljko hættur að þjálfa Grindavík

Stjórn knattspyrnudeildar Grindavíkur og Zeljko Zankovic komust að samkomulagi um það að Zankovic láti af störfum sem þjálfari félagsins.

Enski boltinn frágenginn

Forsvarsmenn Skjás Eins undirrituðu í London í gær samning við ensku úrvalsdeildina (FAPL) um sýningarrétt á enska boltanum næstu 3 leiktíðir.

Framarar enn neðstir

Framarar eru enn neðstir í Landsbankadeild karla eftir markalaust jafntefli við Víking í Víkinni. Fram hefur 7 stig í tíunda og neðsta sæti en Grindavík, sem mætir ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld kl. 19.15, er í níunda sæti með 10 stig. Keflavík, Víkingur og KA hafa 11 stig en Keflavík og KA mætast á Keflavíkurvelli í kvöld.

Argentína sigraði Úrúgvæ

Argentína sigraði Úrugvæ 4-2 í Suður Ameríkukeppni landsliða og mæta gestgjöfunum, Perú í fjórðungsúrslitum. Luciano Figueroa skoraði 2 mörk fyrir Argentínu. Mexíkó sigraði Eqvador 2-1 og vann B riðiilinn með 7 stig, Argentína varð í 2. sæti með 6 stig en Úrugvæ í því þriðja með 4 og hefur enn möguleik að komast áfram í kepppninni.

Þórey Edda sigrar á Spáni

Þórey Edda Elísdóttir, stangastökkvari úr FH, sigraði á móti á Spáni í gær þegar hún stökk 4,50 metra. Þórey Edda gerði tilraun til að stökkva 4,60 metra og bæta Íslands og Norðurlandamet sitt en það mistókst.

Bolti Beckhams á ebay

Boltinn sem David Beckham þrumaði upp í áhorfendastúku í vítaspyrnukeppninni gegn Portúgal í úrsltiakeppni EM er til sölu hjá uppboðsfyrirtækinu ebay á netinu. Uppboðið á boltanum stendur til 22. júlí.

Starfslokasamningur Zagorakis

Fyrirliði gríska landsliðsins í knattspyrnu og besti leikmaður EM, Thedoros Zagorakis, fékk starfslokasamning hjá grísku liðinu AEK Aþena í morgun. Félagið, sem er skuldum vafið og stefnir í gjaldþrot, skuldaði Zagorakis um 60 milljónir króna

Útlendur þjálfi þýska landsliðið

Franz Beckenbauer, formaður nefndar á vegum þýska knattspyrnusambandsins, sem ætlað er að finna nýjan landslisþjálfara, hefur gefið í skyn að í fyrsta skipti í sögu þýska knattspyrnusambandsins verði ráðinn útlendur landsliðsþjáflari.

Breska meistaramótið í golfi

Opna breska meistaramótið í golfi hefst á fimmtudag í Skotlandi. Allir fjórir keppnisdagarnir verða í beinni útsendingu á Sýn, átta til 10 klukkustundir á dag. Við hefjum leik beint á Sýn klukkan átta í fyrramálið. Samkvæmt veðbönkum er Ernie Els sigurstranglegastur.

FH-ingar spila í Wales í kvöld

FH sækir velska liðið Haverfordwest AFC heim í kvöld í forkeppni UEFA-bikarsins í knattspyrnu. Þótt Velska deildarkeppnin sé líklega sú lægst skrifaða á Bretlandseyjum er lið Haverfordwest, sem hafnaði í 3. sæti úrvalsdeildarinnar sem lauk í byrjun maí sl., að hluta atvinnumannalið og aðstæður allar hinar bestu.

Verðum að vinna til eiga möguleika

ÍA mætir TVMK Tallinn frá Eistlandi í forkeppni UEFA-bikarsins á Akranesvelli í kvöld. Þetta er fyrri leikur liðanna í keppninni en sá síðari fer fram í Eistlandi að viku liðinni. TVMK hefur verið á mikilli uppleið í Eistlandi síðustu ár og hefur fengið til sín margar gamlar kempur frá stórveldinu Flora Tallinn, sem Teitur Þórðarson þjálfaði á sínum tíma við góðan orðstír.

Loksins Eyjasigur á útivelli

Eyjakonur unnu loksins sigur á útivelli í Landsbankadeild kvenna þegar þær sóttu þrjú stig á Kópavogsvöllinn. ÍBV vann leikinn 4–0 með tveimur mörkum frá bæði Margréti Láru Viðarsdóttur og Olgu Færseth en Margrét Lára hefur þar með skorað 14 mörk í fimm leikjum gegn Blikum á tímabilinu.

Tveggja marka forusta KR í súginn

KR-ingar naga sig væntanlega í handarbökin eftir að hafa misst tveggja marka forystu niður í 2-2 jafntefli í leiknum gegn írska liðinu Shelbourne í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu í gærkvöld.

Þórarinn tryggði Keflavík sigur

Keflvíkingar komust í fimmta sæti Landsbankadeildarinnar í gærkvöld þegar þeir báru sigurorð af KA-mönnum, 1–0, í Keflavík. Sigurinn var fyrsti sigur Keflvíkinga á KA-mönnum á heimavelli síðan 1982.

Kólumbía og Perú í 8-liða úrslit

Kólumbía og Perú tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum Suður-Ameríkukeppninnar í knattspyrnu í nótt. Þessar þjóðir áttust við í nótt og lauk viðureigninni með jafntefli, 2-2. Venesúela og Bólivía gerðu einnig jafntefli, 1-1.

Skjár einn skrifar undir

Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins, er farinn til Bretlands til að skrifa undir samninga um útsendingar frá enska boltanum. Snorri Már Skúlason hefur verið ráðinn verkefnastjóri.

300. leikurinn hjá Birki í kvöld

Birkir Kristinsson, fyrirliði og markvörður ÍBV í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, spilar sannkallaðan tímamótaleik á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum í kvöld því þessi 39 ára markvörður nær tveimur stórum áföngum á ferlinum þegar Eyjamenn taka á móti Grindvíkingum í 10.umferð.

Shelbourne munu spila til sigurs

KR-ingar mæta írska liðinu Shelbourne í fyrri leik liðanna í forkeppni meistaradeildar Evrópu í kvöld. Shelbourne hefur verið yfirburðalið á Írlandi undanfarin ár og er sem stendur með örugga forystu í írsku úrvalsdeildinni þegar vel er liðið á tímabilið.

Þeir eru miklu betri núna

Shelbourne hefur áður komið til Íslands vegna þátttöku í Evrópukeppni, það var árið 1995 þegar liðið mætti gullaldarliði Skagamanna í forkeppni UEFA-bikarsins þáverandi.

Markalaust hjá Víkingi og Fram

Víkingur og Fram gerðu markalaust jafntefli í Víkinni í kvöld í Landsbankadeildinni í knattspyrnu. Leikurinn var sá fyrsti sem Ólafur Kristjánsson stýrir Framliðinu í en hann og lærisveinar máttu teljast heppnir að sleppa með eitt stig úr Fossvoginum í kvöld því Víkingar voru mun sterkari aðilinn.

Valur haldur sigurgöngunni áfram

Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Á Hlíðarenda sigruðu heimastúlkur í Val stöllur sínar í FH, 5-0. KR sigraði Fjölni, 0-3, og fyrir Norðan gerðu Þór/KA/KS og Stjarnan jafntefli í markaleik 3-3.

Tveir leikir í Landsbankadeildinni

Í kvöld fara fram tveir leikir í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. ÍBV tekur á móti Grindavík í Eyjum. Heimamenn eru í 5. sæti með 12 stig eftir níu leiki en Grindvíkingar í næst neðsta sæti með 10 stig eftir jafn marga leiki.

Þrír leikir hjá konunum

Þrír leikir fara fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Valsstúlkur, sem eru í efsta sæti deildarinnar eftir sjö umferðir með 21 stig og fimm stiga forskot á næsta lið, taka á móti FH sem er í næst neðsta sæti með 4 stig.

Domenech tekur við Frökkum

Raymond Domenech verður næsti landsliðsþjálfari franska landsliðsins í knattspyrnu. Þetta var ákveðið á fundi franska knattspyrnusambandsins nú áðan.

Magnús Ver vann í áttunda sinn

Magnús Ver Magnússon sigraði með yfirburðum í Vestfjarðavíkingnum um helgina, fimmta árið í röð. Magnús var hins vegar að hampa titlinum í áttunda sinn alls en þessi árlega keppni aflraunamannanna  fór fram í tólfta sinn um helgina, víðs vegar um Vestfirði.

Heimsmet í 200 m bringusundi

Brendan Hansen setti í morgun heimsmet í 200 metra bringusund á úrtökumóti bandarískra sundmanna fyrir Ólympíuleikana í næsta mánuði.

Montgomery fer ekki til Aþenu

Á úrtökumóti frjálsíþróttamanna í Sacramento í Kaliforníu mistókst heimsmethafanum í 100 metra hlaupi, Tim Montgomery, að vinna sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum. Montgomery varð aðeins í sjöunda sæti en þrír fyrstu komast til Aþenu.

Brasilíumenn unnu Kosta Ríka 4-1

Brasilíumenn unnu Kosta Ríka, 4-1, í Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu í gær. Adriano, leikmaður Internazionale í Mílanó, skoraði þrjú markanna. Paragvæ og Chile gerðu 1-1 jafntefli.

Jón Arnór með 8 stig

Jón Arnór Stefánsson skoraði 8 stig þegar Dallas sigraði Sacramento 91-80 í sumardeild NBA körfuboltans um helgina.

Tryggvi jafnaði og fékk rautt

Tryggvi Guðmundsson skoraði jöfnunarmark Örgryte í sænsku úrvalsdeildinni í gær í 2-2 leik gegn Halmstad. Markið kom á næst síðustu mínútu leiksins en Tryggvi var síðan rekinn útaf andartaki síðar þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald.

Maradona yngri til Blackburn

Sautján ára sonur knattspyrnukappans Diego Armando Maradona er á leiðinni til reynslu hjá enska úrvalsdeildarliðinu Blackburn Rovers. Þar æfir hann með unglingaliði félagsins en strákurinn ber sama nafn og karl faðir hans, Diego Maradona.

Hensby vann í umspili

Ástralinn Mark Hensby sigraði á PGA-móti í golfi í Illinois í Bandaríkjunum. Hensby og Englendingurinn John Morgan voru jafnir eftir 72 holur á 16 höggum undir pari en Hensby vann á annarri holu í umspili.

Unsworth og LuaLua til Portsmouth

Varnarmaðurinn David Unsworth og framherjinn Lomana LuaLua hafa skrifað undir hjá Portsmouth eftir að þeir stóðust lækniskoðun í dag. Unsworth, sem er þrítugur að aldri, var með frjálsan samning hjá Everton en þar hefur hann verið sl. tólf ár.

Real vill fá Vieira

Florentino Perez rúllaði upp forsetakosningunum hjá Real Madrid og er þegar farinn að leggja grunninn að því að styrkja félagið enn frekar með bestu leikmönnum heims.

Cole til Aston Villa

Framherjinn umtalaði, Carlton Cole, var í gær lánaður frá Chelsea til Aston Villa út næstu leiktíð. Þetta er annað árið í röð sem Chelsea lánar Cole en hann lék með Charlton á síðustu leiktíð.

Grönkjær til Birmingham

Danski landsliðsmaðurinn Jesper Grönkjær var í gær seldur til enska úrvalsdeildarfélagsins Birmingham frá Chelsea.

Sjá næstu 50 fréttir