Sport

Íslendingar töpuðu aftur

Ungverjar unnu Íslendinga öðru sinni á þremur dögum nú fyrir stundu þegar liðin áttust við í vináttuleik í Ungverjalandi. Lokatölur leiksins urðu 32-28. Ólafur Stefánsson var markahæstur í íslenska liðinu með 8 mörk og Jaliesky Garcia skoraði 4. Einar Þorvarðarson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, sagði leik okkar manna hafa verið miklu betri en í leiknum á föstudaginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×