Sport

Gonzalez sigraði í 14. áfanga

Spánverjinn Aitor Gonzalez sigraði í 14. áfanga Frakklandshjólreiðanna, eða Tour de France, sem fram fór í dag. Heimamaðurinn Nicolas Jalabert kom annar í mark og Christophe Mengin, einnig frá Frakklandi, varð þriðji. Hjóluð var 192,5 km leið frá Carcassonne til Nimes í Suður-Frakklandi og var tími Gonzalez 4 klukkustundir, 18 mínútur og 32 sekúndur. Frakkinn Thomas Voeckler var ekki á meðal fremstu manna í keppni dagsins en heldur samt forystunni í hjólreiðunum og þar með gulu treyjunni frægu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×