Sport

Úrúgvæ og Brasilía í undanúrslit

Úrugvæ og Brasilía tryggðu sér sæti í undanúrslitum Suður Ameríkukeppni landsliða. Úrugvæ sigraði Paragvæ með þremur mörkum gegn einu og Brasilía tók Mexíkó í karphúsið, 4-0. Adriano skoraði tvö af mörkum Brassanna og er markahæstur í keppninni með 5 mörk. Í undanúrslitum keppninnar mætast annars vegar Brasilía og Úrgvæ og hins vegar Argentína og Kólumbía og fara leikirnir fram þriðjudags og miðvikudagskvöld í beinni útsendingu á Sýn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×