Sport

Jafntefli gegn Þjóðverjum

Íslenska unglingalandsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, gerði í gær jafntefli gegn Þjóðverjum, 31-31, en leikið var í Þýskalandi. Árni Þór Sigtryggsson og Jóhann Gunnar Einarsson voru markahæstir í íslenska liðinu með sjö mörk hvor. Íslenska liðið sem er að undirbúa sig fyrir Evrópukeppni landsliða 20 ára yngri beið lægri hlut fyrir Þjóðverjum á föstudag, 37-30. Arnór Atlason var markahæstur íslensku piltanna í þeim leik með átta mörk. Meðfylgjandi mynd er af lykilmanni liðsins, Arnóri Atlasyni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×