Sport

Armstrong vann 13. áfanga

Bandaríski hjólreiðamaðurinn Lance Armstrong vann 13. áfanga Frakklandshjólreiðanna, betur þekktar sem Tour de France, í dag. Armstrong, sem hefur unnið keppnina síðustu fimm ár, náði samt ekki forystunni af Frakkanum Thomas Voekler þrátt fyrir sigurinn í þessum áfanga keppninnar. Munurinn er þó aðeins 22 sekúndur. Áfanginn í dag var 204,5 km frá Lannemezan við rætur Pýreneafjalla til Plateau de Beille í fjöllunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×