Sport

Jafnt hjá Grindavík og ÍA

Grindavík og ÍA skildu jöfn, 1-1, í leik liðanna í Landsbankadeildinni í Grindavík í gærkvöld. Grindvíkingar mættu til leiks í sínum fyrsta leik undir stjórn nýrra þjálfara og það má segja að breytingar hafi strax sést á leik liðsins. Sinisa Kekic, annar þjálfara liðsins, var kominn aftur í vörnina og við það styrktist varnarleikurinn en að sama skapi veiktist sóknarleikurinn verulega við brotthvarf Kekic þaðan. Grindvíkingar eru enn í fallsæti en frammistaða þeirra í gærkvöld hlýtur að gefa þeim von um betri tíð. Leikurinn var jafn til að byrja með en ef eitthvað þá voru Skagamenn sterkari aðilinn. Það var því nokkuð gegn gangi leiksins sem Grétar Ólafur Hjartarson kom Grindvíkingum yfir á 22. mínútu úr vítaspyrnu eftir að Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði Skagamanna, hafði brotið á honum. Skagamenn létu markið ekki á sig fá og uppskáru jöfnunarmark á 58. mínútu þegar Grétar Rafn Steinsson skoraði eftir góðan undirbúning Stefáns Þórðarsonar. Eftir markið datt leikurinn niður en Grindvíkingar pressuðu síðustu tíu mínútur leiksins án þess að ná að tryggja sér sigurinn. Grindavík-ÍA 1-1 1–0 Grétar Hjartarson, víti 22. 1–1 Grétar Rafn Steinsson 59. Dómarinn Erlendur Eiríksson slakur Bestur á vellinum Sinisa Valdimar Kekic Grindavík Tölfræðin Skot (á mark)  13–10 (3–3) Horn 6–6 Aukaspyrnur fengnar 21–15 Rangstöður 3–6 Mjög góðir Sinisa Valdimar Kekic Grindavík Grétar Rafn Steinsson ÍA Góðir Eyþór Atli Einarsson Grindavík Grétar Ólafur Hjartarson Grindavík Albert Sævarsson Grindavík Andri Karvelsson ÍA Julian Johnsson ÍA Stefán Þór Þórðarson ÍA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×