Sport

Hamilton efstur fyrir lokahringinn

Bandaríkjamðurinn Todd Hamilton hefur forystu á Opna breska meistaramótinu í golfi fyrir lokahringinn sem hófst í morgun í beinni útsendingu á Sýn. Hamilton lék á 67 höggum í gær og er samtals á átta höggum undir pari. Höggi á eftir er Suður-Afríkumaðurinn Ernie Else sem lék á 68 höggum og er á sjö undir pari. Phil Mickelson frá Bandaríkjunum, Retif Goosen, Suður-Afríku, og Frakkinn Tomas Levet koma næstir á sex höggum undir pari. Tiger Woods er á fjórum höggum undir pari ásamt fleiri kylfingum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×