Fleiri fréttir

Eitt þúsund vefsíðum lokað

Fjöldi vefsíðna með barnaklámi sem lokað hefur verið í Svíþjóð fyrir tilstilli lögreglunnar hefur tvöfaldast frá áramótum, úr rúmlega 400 í rúmlega 1.000 síður.

Stunda njósnir í Finnlandi

Upplýsingar finnsku öryggislögreglunnar benda til að njósnir erlendra aðila hafi aukist í Finnlandi undanfarin ár.

Á sólkerfinu er hali

Á sólkerfinu okkar er hali, rétt eins og á halastjörnum og fleiri fyrirbærum í himingeimnum.

Venesúelar heyra ekkert í Snowden

Elías Jaua, utanríkisráðherra Venezuela, hefur engin viðbrögð fengið frá Edward Snowden og hans fólki við hinu góða boði.

Siðir virtir við matarþvinganir

Íslamskir trúarhópar um heim allan hafa biðlað til bandarískra stjórnvalda um að virða ramadan-föstuna í Guantánamo.

Hubble finnur djúpbláa veröld

Hópur stjörnufræðinga hjá NASA og Evrópsku geimferðastofnuninni ESA hafa í fyrsta sinn rýnt í og ákvarðað lit reikistjörnu sem gengur um fjarlæga stjörnu.

Vill lögleiða kannabisefni til verndar táningum

Robin Room, forstöðumaður rannsóknarnefndar um áfengisdrykkju unglinga í Ástralíu hefur kallað eftir því að kannabisefni verði lögleidd í þeim tilgangi að draga úr skaðsemi unglingadrykkju.

Átti að hafa smyglað rottum í nærbuxunum

Bandaríkin Bandarísk flugfreyja hyggst höfða mál á hendur fyrrverandi vinnuveitenda sínum, American Airlines, eftir að flugfélagið sakaði hana um að hafa smyglað rottum með sér inn í flugvél.

Tsarnaev segist saklaus

Dzhokhar Tsarnaev sem grunaður er um ódæðin í Boston-maraþoninu sagðist saklaus af öllum ákæruliðum fyrir dómi í dag.

Kynna njósnahelt samskiptaforrit

Heml.is er nýtt samskiptaforrit frá skráarsíðunni The Pirate Bay. Nafnið er valið vegna dálætis stofnendanna á Íslandi.

Óttuðust veirur í tölvukerfinu

Stjórnendur í bandarískri stofnun gripu til heldur harkalegra aðgerða þegar í ljós kom að nokkrar tölvur voru sýktar af óveiru. Þeir létu eyða miklu magni af tölvum, tölvuskjáum, prenturum, lyklaborðum og músum í þeim tilgangi að stöðva útbreiðslu óværunnar.

Slökkviliðsmönnum kennt um

Eigendur olíuflutningalestarinnar sem sprakk og olli gífurlegu tjóni og mannfalli í bænum Lac-Megantic í Kanada, segja að slökkviliðsmenn beri ábyrgð á slysinu.

Áformum Mansúrs mótmælt

Bræðralag múslima hafnaði í gær áformum nýju bráðabirgðastjórnarinnar um endurskoðun á stjórnarskrá landsins fyrir áramót og síðan í framhaldinu bæði þing- og forsetakosningum á fyrri hluta næsta árs.

Skelin varð til úr rifjahylkinu

Vísindi Japanskir vísindamenn hafa nú leyst gátuna um tilurð skeljar skjaldbökunnar. Þeir segja engan vafa leika á því lengur að skelin varð til úr rifjahylkinu.

Lettar taka upp evru um áramótin

Lettland verður átjánda ríki Evrópusambandsins til að taka upp evruna. Það gerist um næstu áramót, þann 1. janúar.

Sakar yfirvöld um vanhæfni

Pakistönsk stjórnvöld, einkum leyniþjónusta hersins, eru sökuð um vanhæfni í tengslum við leitina að Osama bin Laden og drápið á honum í Abottabad vorið 2011.

Þingmaður misskildi fréttir

Óljóst var í gær hvort bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden hefði þegið boð um hæli í Venesúela.

Bin Laden gekk um með kúrekahatt

Rannsóknarnefnd í Pakistan sakar stjórnvöld um vanhæfni við leitina að Osama bin Laden. Bandaríkin sökuð um hroka og fyrirlitningu.

Fórnarlömb Ariel Castros þakka stuðninginn

Þær Amanda Berry, Gina DeJesus og Michelle Knight, sendu frá sér myndband í nótt þar sem þær þakka almenningi fyrir góðan stuðning og fjárhagsaðstoð, sem hefur hjálpað þeim að koma undir sig fótunum á ný.

Hálfbróðir Saddams Husseins látinn

Sabawi Ibrahim al-Hassan, hálfbróðir Saddams Husseins, fyrrverandi einræðisherra Íraks, lést í gær eftir baráttu við krabbamein. Hann lést á spítala í Bagdad eftir að hafa verið fluttur þaðan úr fangelsi. Hann var gripinn á flótta árið 2005 af Bandaríkjamönnum, sem framseldu hann til Íraks árið 2011 þar sem hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð og aðra glæpi gegn löndum sínum. Hann var einn af ráðgjöfum hálfbróður síns í valdatíð hans. Hann var þar áður yfirmaður írösku leyniþjónustunnar.

Sjá næstu 50 fréttir