Erlent

Fórnarlömb fá greiddar bætur

Jakob Bjarnar skrifar
Umtalsvert fé safnaðist; framlög fólks sem vildi sýna samúð á sínum tíma.
Umtalsvert fé safnaðist; framlög fólks sem vildi sýna samúð á sínum tíma.
Bætur voru greiddar fórnarlömbum byssumanns sem hóf skothríð á skóla í Connecticut í desember.

Fjölskyldur 20 barna og 6 fullorðinna, sem skotin voru til bana þegar maður hóf skothríð á skóla í Connecticut í desember síðastliðnum, munu hvert og eitt fá greiddar bætur. Upphæðin nemur 35 milljónum á fjölskyldu og kemur úr sérstökum sjóði sem myndaðist þegar framlög streymdu frá fólki sem vildi sýna samúð á sínum tíma. Sérstök úthlutunarnefnd tilkynnti um þetta í gær.

Fjölskyldur 12 barna sem voru á vettvangi en lifðu skotárásina af fá hver um sig 2,5 milljón og tveir kennarar sem voru viðstaddir fá tæpar 19 milljónir samanlagt. Það sem eftir stendur, 460 milljónir, verður sett í sérstakan sjóð sem veitir styrki til velferðarmála í Connecticut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×