Erlent

Kynna njósnahelt samskiptaforrit

Linus Olsson, meðstofnandi The Pirate Bay.
Linus Olsson, meðstofnandi The Pirate Bay. Nordicphotos/AFP
Peter Sunde, stofnandi skráardeilisíðunnar The Pirate Bay, kynnir nú til sögunnar samskiptaforritið Heml.is, sem á að vera njósnahelt.

„Okkur fannst þörf á nýrri samskiptaþjónustu í ljósi njósnahneykslanna sem nýverið komust í hámæli,” segir Linus Olsson, meðstofnandi The Pirate Bay, í viðtali við sænska fréttavefinn The Local

Þeir segja að notendur eigi að geta sent skilaboð sín á milli án þess að óttast að leyniþjónustur séu að fylgjast með.

„Við getum aldrei verið 100 prósent örugg, en við ætlum að reyna,” segir Olsson.

Nafngiftin, með lénsendingunni .is, er valin sérstaklega vegna dálætis Sundes og meðstofnanda Pirate Bay, Linus Olsson, á Íslandi.

Nafnið „Hemlis” er á hinn bóginn sænskt orð sem þýðir leynilegt.

„Við erum hrifnir af Íslandi,” segir Olsson. „Hugsunarháttur þeirra hentar okkur og svo fellur lénsendingin vel að nafninu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×