Erlent

Ráðherra heimavarnarmála í Bandaríkjunum segir af sér

Jóhannes Stefánsson skrifar
Napolitano sætti gagnrýni í kjölfar Boston-sprengjuárásarinnar.
Napolitano sætti gagnrýni í kjölfar Boston-sprengjuárásarinnar. AFP
Janet Napolitano, heimavarnarráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt af sér.

Heimavarnarráðherran fer meðal annars með varnir gegn hryðjuverkum í Bandaríkjunum. Fjölmiðlar vestanhafs telja að Napolitano muni gegna stöðu yfirmanns Kaliforníuháskóla. Hún hafði gegnt embættinu frá því að Obama var fyrst kjörinn forseti Bandaríkjanna árið 2008. Áður var hún ríkisstjóri í Arizona.

Þetta kemur fram á vef Washington Post.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×