Erlent

Á sólkerfinu er hali

Sólkerfið og halinn Á þessari nýbirtu mynd frá NASA sést sólkerfið vinstra megin og halinn mikli.
Sólkerfið og halinn Á þessari nýbirtu mynd frá NASA sést sólkerfið vinstra megin og halinn mikli. Mynd/AP
Á sólkerfinu okkar er hali, rétt eins og á halastjörnum og fleiri fyrirbærum í himingeimnum. Þetta hafa vísindamenn hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA gengið úr skugga um.

NASA birti á miðvikudaginn myndir, sem sýna hvernig þessu er háttað. Myndirnar eru byggðar á gögnum frá gervihnettinum IBEX, sem hringsólað hefur umhverfis jörðina síðan 2008.

Vísindamenn hafa reyndar lengi talið víst að á sólkerfinu sé hali, en hafa nú fyrst í höndum gögn til að sanna það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×