Erlent

Lést eftir rafstuðið

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Maðurinn bjó í Gorton-hverfinu í Manchester ásamt móður sinni og bróður.
Maðurinn bjó í Gorton-hverfinu í Manchester ásamt móður sinni og bróður. samsett mynd
23 ára karlmaður lést í Manchester í gærkvöldi eftir að lögreglumenn skutu hann með rafstuðbyssu (taser).

Lögregla kom á vettvang eftir að tilkynnt var um mann vopnaðan hnífi sem lét ófriðlega í íbúðargötu. Lögreglumenn yfirbuguðu manninn með því að skjóta hann með rafstuðbyssunni en skömmu síðar var ljóst að ekki væri í lagi með manninn. Hann var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést.

Íbúar í hverfinu segja manninn hafa búið ásamt móður sinni og bróður og er fjölskyldan sögð róleg og vingjarnleg.

Dánarorsök mannsins er ekki ljós en málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×