Erlent

Hubble finnur djúpbláa veröld

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
HD 189733b er gasrisi og er afar nálægt móðurstjörnu sinni enda er loftjúpur reikistjörnunnar yfir 1.000°C.
HD 189733b er gasrisi og er afar nálægt móðurstjörnu sinni enda er loftjúpur reikistjörnunnar yfir 1.000°C. MYND/ESA
Hópur stjörnufræðinga hjá NASA og Evrópsku geimferðastofnuninni ESA hafa í fyrsta sinn rýnt í og ákvarðað lit reikistjörnu sem gengur um fjarlæga stjörnu.

Vísindamennirnir komu fyrst auga á reikistjörnuna í gegnum geimsjónaukann Hubble en plánetan hefur hlotið hið óþjála nafn HD 189733b.

Reikistjarnan er djúpblá. Séð úr geimnum er hún nokkuð áþekk Jörðu. Lífvænleg er hún þó ekki.

HD 189733b er gasrisi og er afar nálægt móðurstjörnu sinni. Loftjúpur reikistjörnunnar er yfir 1.000°C. Þar að auki rignir stöku sinnum gleri í vindum sem ná allt að tvö þúsund metrum á sekúndu.

Ítarlega er fjallað um HD 189733b á Stjörnufræðivefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×