Fleiri fréttir

Skjölunum um bin Laden forðað

Skjölin um árásina á Osama bin Laden vorið 2011 hafa verið flutt til leyniþjónustunnar CIA úr varnarmálaráðuneytinu. Þannig á að vera tryggt að þau verði aldrei gerð opinber.

Óvíst hvort nýr forseti tekur við bráðlega

Ekkert lát er á harkalegum átökum milli stuðningsmanna forsetans fyrrverandi, Mohammad Morsi, og andstæðinga hans. Óvíst er hvort enn standi til að Mohammed Elbaradei taki við embætti forseta af yfirdómara stjórnlagadómstólsins.

Óttast að allt að 80 hafi farist

Óttast er að allt að 80 manns hafi látist þegar ómönnuð olíuflutningalest fór út af sporinu í miðjum smábæ í Kanada og sprakk. Tugir bygginga eyðilögðust í sprengingunni og í brunanum sem fylgdi í kjölfarið.

"Þetta var eins og í bíómynd"

Lögregluyfirvöld í Kanada segja að tala látinna kunni að hækka eftir að flutningalest, sem var hlaðin olíu, fór út af sporinu í austurhluta landsins í nótt. Yfir hundrað er saknað.

Rakst utan í varnargarð

Talið er að flugvél flugfélagsins Asiana, sem brotlenti á alþjóðaflugvellinum í San Francisco í Bandaríkjunum í gærkvöldi, hafi rekist í varnargarð áður en hún átti að koma inn til lendingar. Tveir létust og yfir 180 eru slasaðir.

Fregnir af manntjóni farnar að berast

Að minnsta kosti tveir eru látnir og 61 særðir eftir að flugvél brotlenti og eldur blossaði upp í vélinni á alþjóðaflugvellinum í San Francisco.

29 nemendur brenndir lifandi í Nígeríu

Herskáir íslamistar réðust inn í heimavistarskóla í Potiskum í Nígeríu þar sem þeir myrtu 29 nemendur og einn kennara á hrottafenginn hátt.

Pablo Escobar Ítalíu handtekinn

Lögregluyfirvöld í Kólumbíu segja að Roberto Pannunzi, foringi ítölsku mafíunnar Calabrían, hafi verið handtekinn, en mafían stendur á bak við umfangsmikil eiturlyfjasmygl í Evrópu, að sögn breska ríkisútvarpsins.

Mannfall í Egyptalandi

Að minnsta kosti 26 létust og rúmlega 300 særðust í áframhaldandi átökum í Egyptalandi í gær.

Mandela enn í lífshættu

Nelson Mandela var í dái fyrir rúmri viku en náði sér á strik og hefur verið með meðvitund í vikunni. Nýbirt dómsskjöl vísa til ástandsins fyrir síðustu helgi.

Snowden fær hæli í Venesúela

Bandaríska uppljóstraranum Edward Snowden hefur verið boðið hæli í Venesúela. Þetta tilkynnti Nicolas Maduro, forseti landsins, fyrr í kvöld.

Skotið á mótmælendur, þingið leyst upp

Einn maður er þegar fallinn fyrir byssuskoti frá egypskum sérsveitarhermönnum í Kaíró. Nýi forsetinn hefur leyst upp efri deild þjóðþingsins, sem skipað var að miklu meirihluta stuðningsmönnum forvera hans.

Veiddi 200 ára fisk

Henry Liebman, tryggingasölumaður í Seattle í Bandaríkjunum, veiddi að öllum líkindum elsta fisk, af sinni tegund, í heimi á dögunum.

Tvíburar hittust í fyrsta skiptið í 41 ár

Kínverskir tvíburar hittust í fyrsta skiptið á dögunum eftir að hafa verið aðskildir í fjörutíu og eitt ár. Þeir voru ættleiddir árið 1972 vegna fátæktar fjölskyldunnar, en fóru til sitthvorrar fjölskyldunnar.

"Snowden, viltu giftast mér?"

Bandaríska uppljóstrarnum Edward Snowden barst bónorð á dögunum frá einum frægasta einkaspæja Rússa, Önnu Chapman.

Mansúr tekur við af Morsí

Yfirdómari stjórnlagadómstóls Egyptalands, Adlí Mansúr, hefur tekið við af Múhamed Morsí forseta. Mansúr á að stjórna þangað til nýr forseti hefur verið kjörinn.

Forsetinn kominn heim

Evo Morales, forseti Bólivíu, var fagnað sem hetju þegar hann kom heim í gær. Hann vandaði Bandaríkjamönnum, og ráðamönnum í Evrópu, ekki kveðjurnar.

Vinnur við að keppa í vinsælum tölvuleik

Íslenskur atvinnumaður í tölvuleikjaspilun hefur náð gríðargóðum árangri og er genginn til liðs við svissneskt atvinnumannalið. Bestu atvinnumennirnir þéna eina til tvær milljónir á mánuði. Hann segir atvinnumennsku eins og hverja aðra vinnu.

Morsi hrakinn frá völdum

Abdel Fattah Al- Sisi, yfirmaður hersins í Egyptalandi, lýsti því yfir að þessu yfir nú fyrir skömmu að Mohamed Morsi, forseta Egyptalands, verið steypt af stóli.

Egypski herinn lætur til skarar skríða

Brynvarðar bifreiðar egypska hersins eru víða á götunum í Kaíró ásamt vopnuðum hermönnum. Morsi forseti hefur verið kyrrsettur, en enn er þess beðið að herinn gefi út yfirlýsingu.

Vara Íslendinga við ferðum til Egyptalands

Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ferðalögum til Egyptalands, að frátöldum ferðamannastöðum við Rauðahaf, vegna ótryggs ástands þar í landi.

Herlið í sjónvarpshúsinu

Herinn í Egyptalandi hefur sent lið inn í byggingu ríkissjónvarpsins í Kaíró. Yfirmenn hersins hafa átt í viðræðum við stjórnarandstæðinga og trúarleiðtoga.

Fresturinn að renna út í Egyptalandi

Innan fárra stunda rennur út frestur sá, sem egypski herinn gaf Morsi forseta til þess að ná samkomulagi við andstæðinga sína. Yfirmenn hersins hafa setið á fundum í morgun og búa sig undir næstu skref.

Sjá næstu 50 fréttir