Talibönum tókst ekki að þagga niður í okkur Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. júlí 2013 15:11 Malala Júsafsaí ávarpar Sameinuðu þjóðirnar. Nordicphotos/AFP „Þann 9. október árið 2012 skutu talibanar mig í ennið vinstra megin,” sagði pakistanska stúlkan Malala Júsafsaí þegar hún ávarpaði æskulýðsþing Sameinuðu þjóðanna í dag. „Þeir skutu vini mína líka. Þeir héldu að byssukúlan myndi þagga niður í okkur. En þeim tókst það ekki.” Hún á afmæli í dag. Er sextán ára. Og Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að framvegis verði afmælisdagurinn hennar, 12. júlí ár hvert, nefndur Malöludagur í höfuðið á henni. „Malöludagurinn er ekki minn dagur. Í dag er dagur allra kvenna, allra drengja og allra stúlkna sem hafa krafist réttar síns,” sagði hún í ávarpi sínu. „Þúsundir manna hafa verið myrtir af hryðjuverkamönnum og milljónir særðar. Ég er aðeins ein þeirra. Svo hér stend ég, ein stúlka af mörgum. Ég tala ekki fyrir sjálfa mig heldur til þess að heyra megi rödd þeirra, sem ekki geta talað.”Nýkomin á sjúkrahúsið í Birmingham í október á síðasta ári.Nordicphotos/AFPMalala var á leið heim úr skólanum í þorpi sínu í Swat-dalnum í Pakistan í október síðastliðnum þegar maður réðst inn í skólabílinn og skaut á hana og vinkonu hennar. Hún var nokkru síðar flutt á sjúkrahús í Bretlandi, þar sem hún býr enn ásamt fjölskyldu sinni og hefur náð heilsu. Hún hafði vakið athygli heimsins á unga aldri fyrir dagbók sína á netinu og ötula baráttu gegn hryðjuverkamönnum talibanahreyfingarinnar, sem gert höfðu líf hennar og nágranna hennar óbærilegt. Hún er enn sem fyrr staðráðin í að láta ekki þagga niður í sér: „Hryðjuverkamennirnir héldu að þeir myndu breyta markmiðum mínum og stöðva metnað minn. En ekkert breyttist í lífi mínu nema þetta: Veikleikinn, óttinn og bjargarleysið dó. Styrkur, hugrekki og kraftur fæddust.” Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
„Þann 9. október árið 2012 skutu talibanar mig í ennið vinstra megin,” sagði pakistanska stúlkan Malala Júsafsaí þegar hún ávarpaði æskulýðsþing Sameinuðu þjóðanna í dag. „Þeir skutu vini mína líka. Þeir héldu að byssukúlan myndi þagga niður í okkur. En þeim tókst það ekki.” Hún á afmæli í dag. Er sextán ára. Og Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að framvegis verði afmælisdagurinn hennar, 12. júlí ár hvert, nefndur Malöludagur í höfuðið á henni. „Malöludagurinn er ekki minn dagur. Í dag er dagur allra kvenna, allra drengja og allra stúlkna sem hafa krafist réttar síns,” sagði hún í ávarpi sínu. „Þúsundir manna hafa verið myrtir af hryðjuverkamönnum og milljónir særðar. Ég er aðeins ein þeirra. Svo hér stend ég, ein stúlka af mörgum. Ég tala ekki fyrir sjálfa mig heldur til þess að heyra megi rödd þeirra, sem ekki geta talað.”Nýkomin á sjúkrahúsið í Birmingham í október á síðasta ári.Nordicphotos/AFPMalala var á leið heim úr skólanum í þorpi sínu í Swat-dalnum í Pakistan í október síðastliðnum þegar maður réðst inn í skólabílinn og skaut á hana og vinkonu hennar. Hún var nokkru síðar flutt á sjúkrahús í Bretlandi, þar sem hún býr enn ásamt fjölskyldu sinni og hefur náð heilsu. Hún hafði vakið athygli heimsins á unga aldri fyrir dagbók sína á netinu og ötula baráttu gegn hryðjuverkamönnum talibanahreyfingarinnar, sem gert höfðu líf hennar og nágranna hennar óbærilegt. Hún er enn sem fyrr staðráðin í að láta ekki þagga niður í sér: „Hryðjuverkamennirnir héldu að þeir myndu breyta markmiðum mínum og stöðva metnað minn. En ekkert breyttist í lífi mínu nema þetta: Veikleikinn, óttinn og bjargarleysið dó. Styrkur, hugrekki og kraftur fæddust.”
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira