Erlent

Óttuðust veirur í tölvukerfinu

Brjánn Jónasson skrifar
Tölvum, prenturum, lyklaborðum, músum og jafnvel myndavélum var eytt til að stöðva tölvuóværu.
Tölvum, prenturum, lyklaborðum, músum og jafnvel myndavélum var eytt til að stöðva tölvuóværu. Nordicphotos/AFP
Stjórnendur í bandarískri stofnun gripu til heldur harkalegra aðgerða þegar í ljós kom að nokkrar tölvur voru sýktar af óveiru. Þeir létu eyða miklu magni af tölvum, tölvuskjáum, prenturum, lyklaborðum og músum í þeim tilgangi að stöðva útbreiðslu óværunnar.

Efnahagsþróunarstofnunin (EDA) heyrir undir viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna. Stofnunin eyddi alls 2,7 milljónum bandaríkjadala, andvirði nærri 350 milljóna króna, í eyðinguna, nýjar tölvur og ráðgjöf. Það tók stofnunina rúmlega ár að koma tölvukerfinu í samt lag.

Aðrar stofnanir sem lentu í samskonar óværu létu sérfræðinga um að hreinsa tölvurnar fyrir brot af kostnaði EDA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×