Erlent

Breskur dómur leyfir endurúthlutun kvóta

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Togari að veiðum.
Togari að veiðum. Nordicphotos/AFP
Minni útgerðir í Bretlandi fagna dómsúrskurði, sem heimilar stjórnvöldum að úthluta þeim auknum kvóta á kostnað stórútgerða.

Stórútgerðir hafa ákveðið að áfrýja úrskurðinum, en deilur hafa staðið lengi um málið fyrir dómstólum. Þetta er í fyrsta sinn sem dómur fellur þar í landi um að stjórnvöld geti við ákveðnar kringumstæður endurúthlutað fiskveiðikvótum.

Frá þessu er skýrt á vef breska dagblaðsins The Guardian

Þetta dómsmál snerist að vísu eingöngu um það hvort heimilt sé að láta smærri útgerðir hafa forgang gagnvart stórútgerðum um fá úthlutað ónotuðum kvóta.

Frekari dómsmeðferð er væntanleg um það hvort stjórnvöld geti úthlutað kvóta, sem stærri útgerðir nota.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×