Erlent

Stunda njósnir í Finnlandi

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Finnland er eitt af Norðurlöndunum. Fána þess má sjá neðst í hægra horni. Mynd úr safni.
Finnland er eitt af Norðurlöndunum. Fána þess má sjá neðst í hægra horni. Mynd úr safni.
Upplýsingar finnsku öryggislögreglunnar benda til að njósnir erlendra aðila hafi aukist í Finnlandi undanfarin ár.

Á vef Hufvudstadsbladet er vitnað í skýrslu rannsóknarstofnunar þar sem kemur fram að það séu aðallega diplómatar sem stundi njósnirnar. Þeim hafi verið vísað úr landi vegna gruns um njósnir.

Finnska varnarmálaráðuneytið telur líklegra að Kínverjar stundi nú njósnir í Finnlandi heldur en Rússar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×