Fleiri fréttir

Biður pönkurum vægðar

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvetur rússneska dómara til að fara mildum höndum um femínistana í pönkhljómsveitinni Pussy Riot, sem gerðu usla í helstu kirkju rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í Moskvu í vor.

Allsherjarþingið fordæmir stjórn Assads

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fordæmir Sýrlandsstjórn fyrir að beita þungavopnum á almenning og skorar á öryggisráðið að grípa til aðgerða. Ísland er meðal þeirra ríkja sem stóðu að ályktuninni, sem 133 ríki samþykktu.

Níræður stangastökkvari sló heimsmet

Á meðan bestu íþróttamenn veraldar etja kappi í Lundúnum heldur hinn 90 ára gamli William Bell áfram að setja heimsmet litlum skúr í Arkansas í Bandaríkjunum.

Allsherjarþing fordæmir öryggisráð

Fulltrúar á Allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna samþykktu í dag ályktun þar sem öryggisráðið er fordæmt fyrir að bregðast ekki við óöldinni í Sýrlandi.

Beyoncé leiðir herferð fyrir mannúðarstarf

Beyoncé verður í broddi fylkingar í herferð sem Sameinuðu Þjóðirnar hófu í dag til að hvetja fólk til að vinna að velferð annarra. Á alþjóðlega degi mannúðarstarfs, sem verður 19. ágúst, er vonast til að herferðin hafi náð til eins milljarðs manna.

Móðir Assange óttast að sonur sinn hljóti dauðarefsingu

Móðir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, fullyrðir að málatilbúnaðurinn á hendur syni sínum séu pólitískar ofsóknir. Hún hefur áhyggjur af því að hann verði dæmdur til dauða ef hann verður framseldur til Bandaríkjanna. Hún hitti forseta Ekvador á miðvikudaginn, en Assange hefur sótt um pólitískt hæli í Ekvador.

Allar skýrslur FBI um Marilyn Monroe eru horfnar

Allar skýrslur bandarísku alríkislögreglunnar FBI um leikkonuna Marilyn Monroe eru horfnar. Það sama gildir um Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna en þar finnst hvorki tangur né tetur af skjölum FBI.

Putin vill væga dóma yfir Pussy Riot

Vladimir Putin forseti Rússlands segir að stúkurnar þrjár í pönkhljómsveitinni Pussy Riot eigi ekki að hljóta þunga dóma fyrir mótmælaaðgerðir þeirra gegn sér.

Elsti flóðhestur heimsins er dáinn

Elsti flóðhestur heimsins er allur. Um var að ræða flóðhestinn Donnu sem verið hafði til sýnis í dýragarðinum í bænum Evansville í Indíana í Bandaríkjunum frá árinu 1956.

Annan hættir sem friðarsamningamaður

Kofi Annan hefur sagt starfi sínu sem sérstakur friðarsamningamaður Arabandalagsins og Sameinuðu Þjóðanna lausu. Annan tilkynnti þetta í kvöld.

Stórveldatafl iðkað í Sýrlandi

Andstaða Rússa við að þrýsta á Assadstjórnina í Sýrlandi með refsiaðgerðum á sér djúpar sögulegar rætur og tengist hagsmunum gömlu stórveldanna. Guðsteinn Bjarnason ræddi við Hauk Hauksson stjórnmálafræðing sem búið hefur í Moskvu í tvo áratugi.

Rís raunverulegur Júragarður í Ástralíu?

Orðrómur er nú á kreiki um að umdeildur auðmaður frá Ástralíu muni brátt leggjast í framkvæmdir á raunverulegum Júragarði. Talið er vísindamenn sem komu að klónun kindarinnar Dolly vinni að verkefninu.

Prometheus verður þríleikur

Svo virðist sem að breski leikstjórinn Ridley Scott sé ekki reiðubúinn að yfirgefa söguheim Prometheus. Hann tilkynnti í dag að tvær framhaldsmyndir væru í bígerð.

Óhugnanlegar myndir frá æfingum kínverskra barna

Fjölmiðlar veltu því fyrir sér á dögunum hvort að Ye Shiwen, kínversk sundkona, sem sló heimsmet í 400 metra fjórsundi um meira en sekúndu, og synti hraðar en karlkyns sundkappi í sömu grein, hafi verið á ólöglegum lyfjum þegar hún sló heimsmetið.

Pabbi Breiviks skrifar bók um hann

Pabbi Anders Behring Breivik ætlar að skrifa bók um son sinn. Pabbinn heitir Jens Breivik er 76 ára gamall og býr í Frakklandi. Breivik myrti, sem kunnugt er, 76 í Osló og Útey í Noregi þann 22. júlí í fyrra. Hann hefur staðfest við útvarpsstöðina P4 í Noregi að hann hyggist skrifa bók um soninn. "Já, það passar, en ég vil ekki tjá mig neitt um það," segir hann í samtali við P4. P4 hefur verið í sambandi við stærstu bókaforlög í Noregi, en enginn af þeim hefur fengið handrit frá pabba Breiviks. Forlögin eru þó mjög áhugasöm um að ræða við hann.

Aftökur í Damaskus í gær

Hersveitir stjórnarinnar í Sýrlandi fóru hús úr húsi í höfuðborg landsins, Damaskus, í gær, skoðuðu skilríki fólks og tóku að sögn fjölda fólks af lífi. Ríkisrekin sjónvarpsstöð sagði í kjölfarið frá því að "tugir hryðjuverkamanna" hefðu gefist upp eða verið teknir af lífi. Frá þessu er sagt

Kúabændur blása til mótmæla

Kúabændur í löndum Evrópusambandsins hafa blásið til mótmæla að undanförnu vegna lækkandi mjólkurverðs á síðustu vikum. Frá þessu er sagt á vef Landssambands kúabænda.

Vertigo valin besta kvikmynd sögunnar

Kvikmyndin Vertigo sem Alfred Hitchcock gerði árið 1958 hefur verið valin besta kvikmynd sögunnar í nýrri könnun á vegum Sight and Sound tímaritisins.

Bardagar í Aleppo stigmagnast

Bardagar í borginni Aleppo í Sýrlandi hafa stigmagnast undanfarin sólarhring að því er fulltrúi sendinefndar Sameinuðu þjóðanna í landinu greinir frá.

Assad forseti hvetur herlið sitt til dáða

Segir örlög Sýrlands ráðast í orrustunni um Aleppo. Amnesty International fordæmir framferði stjórnarhersins og lýsir mannréttindabrotum hans í nýrri skýrslu. Öryggisráð S.Þ. hvatt til að draga Sýrland fyrir stríðsglæpadómstól.

Eilíft líf árið 2045?

Rússneskur vísindamaður vonast til að geta boðið mannkyni eilíft líf innan 33 ára. Hann leitar nú á náðir auðugustu einstaklinga veraldar í þeirri von um að þeir styrki verkefnið. Í staðinn lofar hann þeim eilíft líf sér að kostnaðarlausu.

Hnúfubakur strandaði í sundlaug

Tíu metra langur hnúfubakur strandaði í sundlaug við Newport-ströndina í Ástralíu í gær. Yfirvöld á svæðinu vonast til að dýrið skolist aftur á haf út í næsta háflæði.

He-man snýr aftur á hvíta tjaldið

Kvikmyndaframleiðendur í Hollywood undirbúa framleiðslu nýrrar kvikmyndar um ofurmennið He-man. Ekki er vitað hver muni fara með hlutverk kappans.

Flugvelli í Texas lokað í kjölfar sprengjuhótunar

Alþjóðaflugvöllurinn í San Antonio í Texas var rýmdur í kvöld eftir að sprengjuhótun barst. Allir starfsmenn og flugfarþegar hafa verið fluttur úr byggingunni. Þá hefur öllum flugum verið frestað.

Þúsundir flýja borgina daglega

Þúsundir manna eru sagðir flýja frá Aleppo, fjölmennustu borg Sýrlands, á hverjum einasta degi. Harðar árásir stjórnarhersins á borgina síðustu daga virðast ekki hafa brotið uppreisnarmenn á bak aftur.

Fleiri dauðsföll vegna ebolasmits í Úganda

Enn berast fréttir af fleiri dauðsföllum vegna ebolasmits í Úganda. Í gærdag létust tveir einstaklingar, þar af einn fimm ára gamall drengur, og því hafa 16 látist af þessum sjúkdómi undanfarna daga.

Pólverjar æfir af reiði út í Madonnu

Samtök kaþólskra og fyrrverandi hermanna í Póllandi eru æf af reiði út í söngkonuna Madonnu þar sem tónleikar hennar í Póllandi bera upp á sama dag og uppreisnin í Varsjá hófst árið 1944 þegar andspyrnuhreyfing landsins reyndi að frelsa borgina úr klóm nasista.

Rafmagn aftur komið á víðast á Indlandi

Rafmagn er aftur komið á víðast hvar á Indlandi en stór hluti af rafveitukerfi landsins sló út í gærdag með þeim afleiðingum að yfir 600 milljónir Indverja voru án rafmagns tímunum saman.

Boris Johnson með mest fylgi

Félagar í breska Íhaldsflokknum vilja helst fá Boris Johnson, borgarstjóra í London, til að verða næsta leiðtoga flokksins.

Basescu slapp með skrekkinn

Innan við helmingur kosningabærra manna tók þátt í kosningum í Rúmeníu á sunnudag sem snerust um það hvort víkja ætti Traian Basescu forseta úr embætti.

Hótað fangelsi fyrir þjófnað

Einn af háværustu gagnrýnendum Vladmir Putins, forseta Rússlands, hefur verið sakaður um þjófnað. Hans gæti beðið tíu ára fangelsi verði hann ákærður og fundinn sekur.

Sjá næstu 50 fréttir