Fleiri fréttir

Giftast eftir 48 ára aðskilnað

Lena Henderson og Roland Davis voru unglingar þegar þau gengu í það heilaga. Hjónabandið endaði þó með ósköpum. Tuttugu árum og fjórum börnum seinna var sambandinu slitið. Núna, 48 árum eftir skilnaðinn, undirbúa þau sitt seinna brúðkaup.

600 milljónir án rafmagns

Hundruð námuverkamenn eru fastir neðanjarðar og yfir 600 milljónir manna eru án rafmagns í norðurhluta Indlands eftir að dreifingarkerfi rafmagns í landinu hrundi í morgun. Þetta er í annan daginn í röð sem slíkt gerist en í gær voru um 300 milljónir Indverja án rafmagns um tíma af sömu ástæðum. Fjölmargar lestir eru stopp og er unnið að því að koma fólki upp úr neðanjarðarlestarkerfi höfuðborgarinnar Delhi. Orkumálaráðherra landsins segir að ástæðan fyrir rafmagnsleysinu sé sú að nokkur héröð séu að nota meira rafmagn en gert er ráð fyrir. Unnið er að viðgerð en rafmagnsleysið er það mesta í áratugi í Indlandi.

Tilraunasprengja sem gleymdist að fjarlægja

Komið hefur í ljós að böggullinn sem fannst við bandaríska sendiráðið í Osló í morgun var tilraunasprengja sem starfsmenn bandaríska sendiráðsins höfðu gleymt að fjarlægja. Sprengjan var fest undir bíl sem var stöðvaður við öryggisleit í sendiráðinu. Þegar sprengjunnar varð vart greip um sig nokkur ótti og svæðið var rýmt í 500 metra radíus. Vopnaðir lögreglumenn gættu svæðisins. Tveimur tímum síðar, eða rétt fyrir klukkan tólf að íslenskum tíma, var hættuástandi aflýst.

Hættuástandi aflýst í Osló

Hættuástandi hefur verið aflýst í miðborg Oslóar þar sem óttast var að sprengju hefði verið komið fyrir í morgun. Lögreglan skrifaði skilaboð á twitter um að allir þeir sem höfðu farið af svæðinu mættu snúa þangað aftur, eftir því sem fram kemur í Verdens Gang.

Skæð flensa herjar á landsel

Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa greint nýja tegund innflúensu í landsel, sem talið er að geti smitast í bæði menn og dýr. Flensan er kölluð því óþjála nafni H3N8 og talið er að hún hafi valdið dauða fjölda sela á Nýja Englandi á síðasta ári. Vísindamenn telja mögulegt að flensan hafi smitast úr fuglum. Þeir telja að þessi flensan sé til marks um að sífellt sé hætta á að mannskæð flensa geti brotist út.

Tímósjenkó í forystuframboð

Stjórnarandstöðuflokkarnir í Úkraínu hafa ákveðið að sameinast um Júlíu Tímósjenkó sem forystuframbjóðanda sinn í þingkosningum í haust.

Særður björn ógnar öryggi

Lögregla og Náttúruvernd ríkisins í Noregi leita nú að særðu bjarndýri í Saltdal í norðurhluta landsins og hafa beðið almenning á svæðinu að hafa varann á.

Segir Ísraela hafa yfirburði

Bandaríski forsetaframbjóðandinn Mitt Romney segir Ísraela hafa menningarlega yfirburði gagnvart Palestínumönnum og segir velgengni Ísraela í efnahagsmálum staðfesta það.

Gæsluvarðhald í hálft ár enn

Rússneska kvennapönksveitin Pussy Riot neitar ásökunum um að hafa verið með óspektir á almannafæri, en þarf að dúsa í hálft ár áfram í gæsluvarðhaldi.

Sprengjum rignir enn yfir íbúa Aleppo

Stjórnarhernum í Sýrlandi virðist lítið verða ágengt í Aleppo, fjölmennustu borg landsins, þrátt fyrir harðar árásir með þungavopnum, skriðdrekum og herþotum. Mannúðarfulltrúi SÞ telur almenning vera í mikilli hættu.

Skelfing í Úganda eftir ebólu-smit

Ebólu-faraldur geisar nú í Úganda. Forseti landsins, Yoweri Museveni, ávarpaði þjóð sína í dag. Hann biðlaði til fólksins um að gæta ýtrustu varúðar í kringum annað fólk og forðast handabönd, faðmlög og kossa.

The Hobbit verður þríleikur

Nýsjálenski kvikmyndagerðarmaðurinn Peter Jackson tilkynnti í dag að hann væri nú að undirbúa þriðja kaflann í kvikmyndaröðinni um The Hobbit. Jackson lauk nýverið við tökur á tveimur kvikmyndum sem byggja á skáldsögunni.

Holmes birt ákæra

Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt 12 á miðnætursýningu nýjustu Batman-kvikmyndarinnar í Colorado hefur nú formlega verið ákærður fyrir glæpina. Ákæran er í 142 liðum. Ekki er búið að ákveða hvort að farið verður fram á dauðarefsingu yfir honum.

Notuðu meira rafmagn en leyfilegt er

Talið er að nokkur ríki á Indlandi hafi notað meira rafmagn en leyfilegt er þegar rafmagnslaust varð í norðurhluta landsins seint í nótt, með þeim afleiðingum að um 300 milljónir manna voru án rafmagns. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hefur tekist að koma rafmagni á meirihluta svæðisins. Orkumálaráðherra landsins segir að rannsókn væri hafi á biluninni og niðurstöðu væri að vænta innan tveggja vikna. Þetta er mesta rafmagnsleysi sem orðið hefur á Indlandi síðastliðin áratug.

Um 300 milljónir Indverja án rafmangs í nótt

Rafmagnslaust varð á nær öllum norðurhluta Indlands, þar á meðal í höfuðborginni Delhi. seint í nótt með þeim afleiðingum að um 300 milljónir manna voru án rafmagns.

Ekkert lát á bardögum í borginni Aleppo

Miklir bardagar hafa staðið yfir í borginni Aleppo í Sýrlandi alla helgina en þar reynir stjórnarher landsins að ná borginni úr höndum uppreisnarmanna.

Cheney segir mistök að velja Palin sem varaforsetaefni 2008

Dick Cheney fyrrum varaforseti George Bush segir að Mitt Romney megi ekki gera sömu mistök og John McCain gerði árið 2008 þegar hann valdi Sarah Palin sem varaforsetaefni sitt. Cheney segir að valið á Palin hafi verið mikil mistök.

Hildarleikur á Balkanskaga

Stríðið í Bosníu-Hersegóvínu, sem geisaði á árunum 1992 til 1995, var hluti af átökunum sem fylgdu upplausn gömlu Júgóslavíu. Eftir að Króatía og Slóvenía höfðu slitið sig laus og fengið sjálfstæði sitt staðfest fylgdi Bosnía þar á eftir með sjálfstæðisyfirlýsingu á vordögum 1992. Staðan var þó talsvert flóknari í Bosníu þar sem þar voru þrjú meginþjóðarbrot, Bosníakar (Bosníumúslímar), Króatar og Serbar, sem bárust á banaspjótum.

Bardagar geisa í sex hverfum Aleppo

Sprengikúlum hefur rignt yfir sýrlensku borgina Aleppo í dag. Annan daginn í röð reyna stjórnarhermenn nú að hrekja uppreisnarmenn á brott úr borginni. Sýrlenski herinn hefur tvíeflst í árásum sínum á meðan matarskortur gerir vart við sig í stórborginni.

Ólympíufarar taka samskiptamiðla í þjónustu sína

Ólympíuleikarnir í London í ár eru í raun fyrstu Ólympíuleikarnir eftir að notkun á samskiptamiðlum eins og Facebook og Twitter varð almenn. Ólympíufarar hinna ýmsu landa hafa tekið miðlana í þjónustu sína og skemmt aðdáendum sínum á margvíslegan hátt, leyft þeim að líta við í búningsherbergjunum og fylgjast með stemningunni í herbúðum liðanna.

Óánægja með auð sæti á Ólympíuleikunum

Auð sæti á Ólympíuleikunum síðustu tvo daga hafa vakið reiði almennings. Stjórnarformaður leikanna í ár segir ólíklegt að það verði viðvarandi vandamál alla leikana.

Ólíklegt að flóðbylgja hafi myndast í snörpum skjálfta

Ekki er talið líklegt að flóðbylgjur hafi myndast þegar snarpur jarðskáfti reið yfir Papúa Nýju-Gíneu fyrr í dag. Alþjóðlegar vísindastofnanir fylgjast grannt með þróun mála. Ekki hafa borist fregnir af mannfalli eða tjóni.

Fjórir létust af einni eldingu

Fjórir fjallgöngumenn í Póllandi létust þegar eldingu sló niður í gönguhópinn. Miðaldra hjón voru á ferð ásamt dóttur sinni og tengdasyni þegar stormur gekk yfir fjallsvæðið. Að sögn björgunarsveita hafi gönguhópurinn þá ákveðið að fara út af merktri göngleið í leit að skjóli þegar eldingu ljósti niður í gönguhópinn. Að sögn pólsku lögreglunnar er það afar fáheyrt að ein elding dragi fjóra til dauða í einu.

Romney myndi styðja hervald gegn Íran

Mitt Romney myndi styðja aðgerðir Ísraela ef þeir þyrftu að beita vopnavaldi til að koma í veg fyrir að Íranir þróuðu kjarnorkuvopn, að því er fram kemur á Reuters fréttaveitunni. Þetta er haft eftir Dan Senor, öryggisráðgjafa frambjóðandans, en hann segir að Romney myndi virða ákvörðun Ísraels ef þeir þyrftu að beita hervaldi gegn Íran í þessum tilgangi. Þessi stefna Romney er sögð á skjön við stefnu Barack Obama Bandaríkjaforseta sem hefur ítrekað reynt að fá Ísraela til að falla frá því að taka til skoðunar fyrirbyggjandi hernaðarðgerðum gegn Íran.

Ebóluveiran lætur kræla á sér í Úganda

Að minnsta kosti 13 eru látnir í Úganda eftir að hafa smitast af ebóluveirunni. Heilbrigðisyfirvöld í landinu staðfestu þetta í dag. Smitin er öll tengd sömu fjölskyldunni en talið er að þau hafi veikst í jarðarför.

Romney heimsótti Ísrael

Forsetaframbjóðandi Repúblikana, Mitt Romney, heimsótti Ísrael í gær. Romney hefur verið á faraldsfæti síðustu daga en hann var viðstaddur setningarathöfn Ólympíuleikanna á föstudag. Þá mun hann einnig ferðast til Póllands seinna í vikunni.

Lík fjallgöngumanna fundin

Lík tveggja bandarískra fjallgöngumanna fundust í gær á Mount Palcaraju í Andesfjöllum í Perú, en mennirnir létust eftir fall á göngunni. Leit hafði staðið yfir að mönnunum frá því þeir týndust og létu ekki vita af sér eftir að þeir hófu göngu hinn 11. júlí síðastliðinn.

Uppreisnarmenn biðja um aðstoð

Stórsókn stjórnarhermanna gegn uppreisnarmönnum í borginni Aleppo í Sýrlandi stendur enn yfir. Þungavopnum og orrustuþyrlum hefur verið beitt af hálfu sýrlenska hersins en nú hafa borist fregnir af því að vopnabirgðir uppreisnarmanna séu af skornum skammti.

Sjá næstu 50 fréttir