Erlent

Fleiri dauðsföll vegna ebolasmits í Úganda

Enn berast fréttir af fleiri dauðsföllum vegna ebolasmits í Úganda. Í gærdag létust tveir einstaklingar, þar af einn fimm ára gamall drengur, og því hafa 16 látist af þessum sjúkdómi undanfarna daga.

Þá er talið að um 30 manns séu sýktir. Sökum þessa hafa yfirvöld í Úganda ákveðið að loka 210 skólum í landinu því þau óttast að ebolafaraldur sé í uppsiglingu í landinu. Síðast þegar það gerðist árið 2000 smituðust nærri 500 manns af ebolaveirunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×