Erlent

Hótað fangelsi fyrir þjófnað

Alexei Navalny
Alexei Navalny
Einn af háværustu gagnrýnendum Vladmir Putins, forseta Rússlands, hefur verið sakaður um þjófnað. Hans gæti beðið tíu ára fangelsi verði hann ákærður og fundinn sekur.

Alexei Navalny, 36 ára bloggari, segir ásakanir um þjófnað algerlega tilhæfulausar. Hann hefur ekki verið handtekinn, en saksóknari hefur skipað honum að yfirgefa ekki Moskvu á meðan á rannsókn málsins stendur.

Saksóknari sagði Navalny grunaðan um að hafa skipulagt þjófnað á vörum að andvirði sem samsvarar um 60 milljónum króna frá timbursölu. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×