Erlent

Flugvelli í Texas lokað í kjölfar sprengjuhótunar

Alþjóðaflugvöllurinn í San Antonio.
Alþjóðaflugvöllurinn í San Antonio. mynd/wiki commons
Alþjóðaflugvöllurinn í San Antonio í Texas var rýmdur í kvöld eftir að sprengjuhótun barst. Allir starfsmenn og flugfarþegar hafa verið fluttur úr byggingunni. Þá hefur öllum flugum verið frestað.

Sprengjuhótunin barst á sjöunda tímanum í kvöld. Samkvæmt óstaðfestum heimildum fréttamiðla í San Antonio hafa þrír torkennilegar bögglar fundist í flugstöðinni.

Flugvöllurinn tekur á móti 250 til 260 flugvélum á degi hverjum en á milli fjórtán til fimmtán þúsund farþegar fara um flughöfnina daglega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×