Erlent

Rafmagn aftur komið á víðast á Indlandi

Rafmagn er aftur komið á víðast hvar á Indlandi en stór hluti af rafveitukerfi landsins sló út í gærdag með þeim afleiðingum að yfir 600 milljónir Indverja voru án rafmagns tímunum saman.

Rafmagnsleysið olli miklu öngþveiti í flestum stærstu borgum landsins, þar á meðal höfuðborginni Delhi þar sem lestarkerfið lá niðri og engin umferðarljós virkuðu.

Þá voru 200 námaverkamenn innilokaðir í námu sinni þar sem lyfturnar í námunni virkuðu ekki.

Þetta var í annað sinn sem rafveitukerfi landsins slær út á tveimur dögum en ástæðan er rakin til of mikils álags á kerfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×