Erlent

Bardagar í Aleppo stigmagnast

Bardagar í borginni Aleppo í Sýrlandi hafa stigmagnast undanfarin sólarhring að því er fulltrúi sendinefndar Sameinuðu þjóðanna í landinu greinir frá.

Fulltrúinn segir í samtali við BBC að uppreisnarmenn hafi nú þungavopn undir höndum þar á meðal skriðdreka sem þeir hafa náð af stjórnarhernum. Talið er að hátt í tvö hundruð manns hafi fallið í bardögunum á síðasta sólarhring.

Þá hafa borist fréttir af því að stjórnarhermenn hafi tekið 35 almenna borgara af lífi í grennd við Damaskus höfuðborg landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×