Erlent

Allsherjarþing SÞ ætlar að fordæma öryggisráðið

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna mun greiða atkvæði í dag um ályktun þar sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er fordæmt fyrir að hafa ekki tekist að stöðva átökin í Sýrlandi.

Ályktunin er ekki lagalega bindandi en vonast er til þess að hún muni auka þrýstinginn á öryggisráðið um að grípa til einhverra aðgerða gegn stjórnvöldum í Sýrlandi.

Eins og kunnugt er af fréttum hafa Rússar og Kínverjar komið í veg fyrir allar tilraunir öryggisráðsins til aðgerða gegn Sýrlandi.

Aðeins þar einfaldan meirihluta á allsherjarþinginu til að ályktunin verði samþykkt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×