Erlent

Putin til London í dag að fylgjast með júdó á Ólympíuleikunum

Valdimir Putin forseti Rússlands er væntanlegur til London í dag en hann ætlar sér að fylgjast með Ólympíuleikunum þar.

Um er að ræða fyrstu heimsókn Putin til Bretlands í sjö ár, en heimsóknin er óopinber. Putin er með svarta beltið í júdó og hann vill fylgjast með rússnesku keppendunum í þeirri grein á leikunum.

Þrátt fyrir að heimsóknin sé óopinber mun Putin eiga fund með David Cameron forsætisráðherra Bretlands í Downingstreet en á fundinum munu þeir ræða átökin í Sýrlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×