Erlent

Obama veitir CIA heimild til að aðstoða uppreisnarmenn

Barack Obama hefur skrifað undir leynilega tilskipun um að auka stuðning Bandaríkjamanna við uppreisnarmennina í Sýrlandi sem nú reyna að steypa stjórn Bashar Assad forseta landsins af stóli.

Þetta hafa bandarískir fjölmiðlar eftir ónafngreindum heimildum. Með tilskipuninni hafa bandaríska leyniþjónustan CIA og aðrar leyniþjónustur í Bandaríkjunum frjálsari hendur en áður til að veita uppreisnarmönnunum ýmsan stuðing og útvega þeim vopn.

Ekki er vtiað hvenær Obama undirritaði tilskipunina en talsmaður Hvíta hússins hefur neitað að tjá sig um þetta mál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×