Erlent

Boris Johnson með mest fylgi

Borgarstjórinn í London nýtur fylgis meðal flokksfélaga sinna.
Borgarstjórinn í London nýtur fylgis meðal flokksfélaga sinna. nordicphotos/AFP
Félagar í breska Íhaldsflokknum vilja helst fá Boris Johnson, borgarstjóra í London, til að verða næsta leiðtoga flokksins.

Þetta kemur fram í skoðana-könnun sem birt er í breska dagblaðinu The Independent. Samkvæmt könnuninni vilja 32 prósent íhaldsmanna að Johnson taki við af David Cameron, núverandi flokksformanni.

Næstflestir, eða 24 prósent, vilja fá William Hague í embættið.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×