Erlent

Pólverjar æfir af reiði út í Madonnu

Samtök kaþólskra og fyrrverandi hermanna í Póllandi eru æf af reiði út í söngkonuna Madonnu þar sem tónleikar hennar í Póllandi bera upp á sama dag og uppreisnin í Varsjá hófst árið 1944 þegar andspyrnuhreyfing landsins reyndi að frelsa borgina úr klóm nasista.

Uppreisnin mistókst og talið er að um 200.000 borgarbúar hafi fallið í henni. Þessa dags hefur síðan verið minnst sérstaklega í Póllandi.

Aðstandendur tónleikanna hafa lofað því að minnast uppreisnarinnar með stuttmynd áður en Madonna stígur á sviðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×