Erlent

Um 100 manns í hópslagsmálum í Kaupmannahöfn

Til mikilla hópslagsmála kom fyrir utan barinn Roise McGee í miðborg Kaupmannahafnar í gærkvöldi.

Talið er að um hundrað manns hafi tekið þátt í þeim en um var að ræða slagsmál milli áhangenda fótboltaliðanna FCK og Club Brugge.

Lögreglan var snögg á staðinn og náði að stöðva slagsmáin áður en einhver meiddist alvarlega. Helstu meiðslin voru blóðnasir hjá einhverjum af áhangendunum.

Slagsmálin urðu að loknum leik liðanna í undankeppninni fyrir meistaradeild Evrópu en leiknum lauk með markalausu jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×