Erlent

Aftökur í Damaskus í gær

BBI skrifar
Uppreisnarmenn undirbúnir fyrir átök við stjórnarherinn.
Uppreisnarmenn undirbúnir fyrir átök við stjórnarherinn. Mynd/AFP
Hersveitir stjórnarinnar í Sýrlandi fóru hús úr húsi í höfuðborg landsins, Damaskus, í gær, skoðuðu skilríki fólks og tóku að sögn fjölda fólks af lífi. Ríkisrekin sjónvarpsstöð sagði í kjölfarið frá því að „tugir hryðjuverkamanna" hefðu gefist upp eða verið teknir af lífi. Frá þessu er sagt á vef BBC.

Á sama tíma gerðu uppreisnarmenn árás á flugvöll í nágrenni Aleppo, sem er stærsta borg landsins.

Íbúi í Damaskus sagði frá því í viðtali við Reuters að hermenn hefðu komið, skoðað skilríki hans og svo leyft honum að fara. Síðar sá hann lík 35 manna sem allir höfðu verið skotnir í höfuðið, andlitið eða hálsinn. Fregnir hafa borist af því að á svæðinu hafi um 100 manns verið teknir höndum og pyntaðir í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×