Erlent

Hnúfubakur strandaði í sundlaug

Frá Newport-ströndinni í Ástralíu.
Frá Newport-ströndinni í Ástralíu. mynd/AP
Tíu metra langur hnúfubakur strandaði í sundlaug við Newport-ströndina í Ástralíu í gær. Yfirvöld á svæðinu vonast til að dýrið skolist aftur á haf út í næsta háflæði.

Sitji hvalurinn eftir munu yfirvöld á svæðinu fjarlægja það enda er hætta á lýsismengun frá dýrinu.

Hvalurinn hefur vakið mikla athygli í Newport. Forvitnir hvalaáhugamenn hafa þó þurft að snúa við enda er mikil fýla af hræinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×