Erlent

Þrjár farþegavélar rákust nær saman yfir Washington

Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú hvernig á því stóð að þrjár farþegavélar næstum því rákust saman á flugi skammt frá Ronald Reagan flugvellinum í Washington á þriðjudaginn var.

Flugumferðarstjórn vallarins segir að sambland af slæmu veðri og ákvörðun um að skipta um lendingarbraut fyrir eina af vélunum hafi leitt til þess að samskipti flugturnsins og vélanna hafi farið úr skorðum.

Fram kemur að farþegavélarnar voru um tíma í aðeins 150 metra láréttri fjarlægð frá hvor annarri í aðfluginu að flugvellinum en lægstu öryggismörk eru 300 metrar við þessar aðstæður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×