Erlent

Kostnaður vegna hælisleitenda þrefaldast á fjórum árum

Kostnaður danska ríkisins vegna hælisleitenda hefur þrefaldast á undanförnum fjórum árum.

Þetta kemur fram í frétt í Politiken um málið. Þar segir að árið 2008 kostaði upphaldið fyrir hælisleitendur danska skattgreiðendur 370 milljónir danskra króna en á síðasta ári var þessi kostnaður kominn upp í tæplega 950 milljónir danskra kr. eða nær 20 milljarða kr. Í ár er útlit fyrir að kostnaðurinn verði yfir milljarði danskra króna.

Stjórnarandstaðan segir að þessi kostnaður hafi alveg farið úr böndunum og krefst þess að stjórnvöld dragi úr honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×