Erlent

Mafíuforinginn John Gotti var mikill aðdáandi Bobby Fischer

John Gotti hinn alræmdi mafíuforingi í New York á síðustu öld hafði ástríðu fyrir skák og hann var mikill aðdáandi Bobby Fischer. Raunar sagði hann að Fischer hefði verið Al Capone skáklistarinnar.

Þetta kemur fram í ævisögu Sal Polisi fyrrum mafíubófa en hún heitir Sinatra klúbburinn: Líf mitt í mafíunni í New York. Sal segir að Gotti hafi notað mikið af frítíma sínum til að tefla og hann hafi hvatt aðra mafíubófa til að iðka skák. Gotti sagði að skákiðkun hjálpaði glæpamönnum að hugsa eins og foringjar.

Einnig kemur fram að Gotti hafi hrifist mjög af því þegar Fischer sigarði Spassky í einvígi aldarinnar á Íslandi og að hann hafi stöðugt verið að vitna í ummæli Fischer eftir einvígið.

Sal gerðist vitni fyrir alríkislögregluna FBI á sínum tíma og komst þar með inn í vitnavernd FBI. Hann er enn á lífi. Gotti aftur á móti lést í fangelsi árið 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×